Media, telecommunication and culture


0. Registration entry for subjects


0.1 Name

Media, telecommunication and culture

0.2 Subject area

Culture, media and leisure

0.3 Responsible authority; office, division, person etc.

Ragnar Karlsson,
Hagstofu Íslands,
Brogartúni 21a,
150 Reykjavík
Netfang: ragnar.karlsson@hagstofa.is
Sími: 528 1051
Bréfasími: 5528 1199

0.4 Purpose and history

Tilgangurinn er að safna tölulegum upplýsingum um fjölmiðla og fjölmiðlun, fjarskipti ásamt póstþjónustu og menningarstarfsemi, halda þeim til haga og koma á framfæri innanlands og erlendis. Upphaf skipulegar söfnunar á vegum Hagstofunnar er að rekja allt aftur til ársins 1964 er Ísland gerðist aðili að Menningar- og fræðslustofnun Sameiðnuðu þjóðanna, UNESCO. Er fram í sótti dróst söfnunin saman og var næsta takmörkuð frá 1981 og fram til 1996/1997 er yfirgripsmikil gagnasöfnun var hafin á ný.

0.5 Users and application

Stjórnvöld, alþjóðastofnanir, lögaðilar og einstaklingar. Gögnin nýtast jafnt þeim sem vinna að stefnumótun í fjölmiðla- og menningarmálum, fyrirtækjum og samtökum, rannsakendum og námsfólki.

0.6 Sources

Heimildir koma ýmist frá sérhæfðum stofnunum sem hafa með innsöfnun gagna um viðkomandi svið að gera og sem miðla þeim áfram til Hagstofunnar og beint frá lögaðilum, fyrirtækjum, samtökum og stofnunum sem Hagstofan safnar árvisst upplýsingum frá.

0.7 Legal basis for official statistics

Lög um almenna hagskýrslugerð (Lög um hagstofu Íslands, 24/1913) og samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (Lög um Evrópska efnahagssvæðið, 2/1993). Alþjóðlegar samþykktir og samningar ýmsir sem Ísland á aðild að og þátttaka í alþjóðastofnunum, s.s. Evrópuráðinu, Norðurlandaráði og UNESCO, gera ráð fyrir samfelldri innsöfnun og skilum á gögnun um fjölmiðlun, fjarskipti og menningarstarfsemi.

0.8 Response burden

Leitað er árlega eftir upplýsingum hjá stofnunum, samtökum og lögaðilum á sviði fjölmiðlunar, menningarstarfsemi og fjarskipta.

0.9 EEA and EU obligations

Lög um Evrópska efnahagssvæðið 2/1993 gera þó ráð fyrir að samningsaðilar tryggi úrvinnslu og dreifingu samfelldra og sambærilegra hagskýrslna sem lýsi og geri kleift að fylgjast með öllum þeim þáttum sem máli skipta á sviði efnahags-, félags- og umhverfismála á Evrópska efnahagssvæðinu" (§ 76:1). Í tilskipunum og reglugerðum framkvæmdastjórnar ráðherraráðs EB á sviði fjölmiðlunar, fjasrskipta, póstþjónustu og menningarstarfsemi er nánar kveðið á um framkvæmd og útfærslu hagskýrslugerðarinnar.

1. Contents


1.1 Description of content

Efnisflokkum má í grófum dráttum skipta upp í eftirfarandi:
Bækur og bókaútgáfu;
Bókasöfn (Almennings- háskóla, rannsóknar- og stofnanabókasöfn);
Blöð og blaðaútgáfu (dagblöð og önnur blöð);
Tímarit og tímaritaútgáfu;
Hljóðrit og hljóritaútgáfu;
Kvikmyndir og sýningar þeirra;
Myndbönd og mynddiskar: útgáfu og dreifingu;
Útvarp (hljóðvarp, sjónvarp og endurvarp);
Tölvur og margmiðlun;
Auglýsingar og kostun;
Siðanefnd blaðamanna;
Síma og fjarskipti;
Póstþjónustu;
Leiklist (atvinnuleikhús, atvinnu- og áhugaleikhópa);
Myndlist;
Tónlist;
Söfn, sýningar og garða;
Félög fjölmiðlafólks og listamanna;
Menningarsjóði;
Fjölþjóðlegan samanburð.

1.2 Statistical concepts

Grunntölur ásamt samtölum þeirra. Tölur um hlutfallslega skiptingu og magntölur m.v. fjölda íbúa og eftir landssvæðum eru settar fram við birtingu gagna þar sem þykir koma notendum að gagni. Afleiddar stærðir, s.s. uppfærsla talna á föstu verðlagi eru tíðast ekki birtar. Um skilgreiningar á sértækum hugtökum sem fyrir koma í gagnasafni skal vísað til ábyrgðarmanns.

2. Time


2.1 Reference periods

Almanaksárið, að frátöldum sýningum og gestafjölda leikhúsa og áhugaleikfélaga sem miðast við leikárið og einstaka öðrum upplýsingum, s.s. efni úr fjölmiðla- og neyslukönnunum.

2.2 Process time

Innsöfnun og úrvinnsla gagna fer fram á ýmsum tímum árs. Leitast er við að tölur næstliðins árs liggi fyrir eigi síðar en við árslok árið eftir.

2.3 Punctuality

Tölur eru birtar eins fljótt og auðið er, í formi fréttatilkynninga, á vef Hagstofunnar, í Hagtíðindum, Landshögum og í sérstökum skýrslum.

2.4 Frequency of releases

Stefnt er að árlegri birtingu lykiltalna úr hverjum megin efnisflokka sviðsins, ýmist á vef Hagstofunnar, í Landshögum og Hagtíðindum eftir því sem verkast vill. Ítarlegra niðurbrot talna og annað efni er birt í ritinu Fjölmiðlun, fjarskipti og menning (áður útg. sem Fjölmiðlun og menning) sem er gefið út þriðja hvert ár. Þá birtist árlega efni frá Hagstofunni í skýrslum alþjóðasamtaka og stofnana (sjá lið nr. 5.1 a.n.).

3. Reliability and security


3.1 Accuracy and reliability

Nákvæmni og áreiðanleiki gagna ræðst mikið til af því hversu samviskusamlega skýrslur til Hagstofunnar eru fylltar út. Gögn eru yfirfarin og borin saman við aðrar tiltækar heimildir þegar þau berast. Verði vart við skekkjur eru upplýsingagjafar beðnir um að yfirfrara innsend gögn. Í þeim tiltfellum þar sem gögn ekki berast eru tölur áætlaðar út frá öðrum fyrirliggjandi gögnum, s.s. ársrreikningum, virðisaukaskattsskýrslum, fjölmiðlakönnunum og innsendum gögnum frá fyrra ári. Að öllu jöfnu er svarhlutfall vel yfir níutíu af hundraði.

3.2 Sources of errors

Skekkjur í gögnum geta verið af tvennum toga: a) kerfisbundnar skekkjur; b) tilviljanaskekkjur. Þegar skekkjur uppgötvast eru þær leiðréttar athugasemdalaust.

3.3 Measures on confidence limits/accuracy

Ekki er unnt að reikna skekkjumörk.

4. Comparison


4.1 Comparison between periods

Tölur eru að öllu jöfnu samanburðarhæfar milli ára, nema í þeim tilfellum þar sem skilgreiningum og aðferðum við gagnasöfnun hefur verið breytt. Yngri tölur í gagnasafni eru vel samanburðarhæfar við hliðstæðar upplýsingar fyrir önnur lönd sem birtast á vegum ýmissa alþjóðastofana og samtaka, s.s. EUROSTAT, European Audiovisual Observatory, MEDIA Salles, NORDICOM og UNESCO.

4.2 Comparison with other statistics


4.3 Coherence between preliminary and final statistics

Bráðabirgðatölur eru að jafnaði ekki birtar.

5. Access to information


5.1 Forms of dissemination

Tölum um fjölmiðlun, fjarskipti og menningarstarfsemi er miðlað með ýmsu móti: á vef Hagstofunnar, í formi fréttatilkynninga, í Landshögum, í Hagtíðindum, í ritinu Fjölmiðlun, fjarskipti og menning.

Árlega lætur Hagstofan einnig fjölda aðila í té upplýsingar, innlendum sem erlendum. Á meðal þeirra helstu eru Dodona Research (um kvikmyndir), EUROSTAT (um hljóðrit, hljóðvarp og sjónvarp, kvikmyndir, myndbönd og mynddiska, fjarskipti og póstþjónustu), European Audiovisual Observatory (um kvikmyndir og sjónvarp), International Video Federation (um myndbönd og mynddiska), IP Grouppe (um sjónvarp), MEDIA Salles (um kvikmyndir), NORDICOM (um fjölmiðla og fjölmiðlun almennt), Screen Digest (um kvikmyndir og myndbönd og mynddiska), UNESCO (um blöð og tímarit, bækur, kvikmyndir og söfn og garða), World Association of Newspapers (um blöð). Útgáfur þeirra aðila sem Hagstofan lætur efni í té berast á bókasafn stofnunarinnar og er notkun þeirra öllum heimil.

5.2 Basic data; storage and usability

Grunngögn eru ýmist geymd í Excel eða á gagnagrunnsformi í Access.

5.3 Reports

Fjölmiðlun, fjarskipti og menning 2002 - Media, Telecommunication and Culture 2002 (væntanleg útg. í mars 2003);
Fjölmiðlun og menning 1999 - Media and Culture 1999.

Nokkrar nýlegar fjölþjóðlegar skýrslur um fjölmiðlun, fjarskipti og menningarmál sem Hagstofan hefur átt aðild að eða útvegað efni í:

  • European Cinema Yearbook 2002 (útg. MEDIA Salles, Mílanó, 2002; www.mediasallesit)
  • European Key Facts: Television 2002 (útg. IP-Deutschland, Köln, 2002; www.ip-deutschland.de)
  • European Video: Market Assessment and Forecast to 2002 (útg. Screen Digest, London, 2002; www.screendigest.com)
  • Media Trends 2001 in Denmark, Finland, Iceland, Norway and Sweden: Statistics and Analysis (útg. NORDICOM, Gautaborg, 2001; www.nordicom.gu.se)
  • Statistics on Audiovisual Services: Data 1980-2000 (útg. EUROSTAT, Lúxemborg, 2002; http//europa.eu.int)
  • Yearbook 2002: Film, Television and Multimedia in Europe 1-4 (útg. European Audiovisual Observatory, Strasborg, 2002; www.obs.coe.int)
  • World Press Trends 2002 (útg. World Association of Newspapers, París, 2002; www.wan-press.info)

5.4 Other information

Ábyrgðarmaður sviðsins veitir allar frekari upplýsingar.

© Hagstofa �slands, �ann 17-10-2005